Þá kíkjum við á hverfistombólu sem fór fram í fyrsta sinn í Hlíðunum í dag. Skipuleggjandinn vonast til að garðsölurnar verði árlegur viðburður í hverfinu.
Og við kíkjum norður í Grímsey, þangað sem ferðamenn flykkjast til að skoða lundann, fuglalífið og heimskautsbauginn. Gistihúsaeigandi segist hafa fulla trú á að hægt sé að laða ferðamenn út í eyna einnig að vetrarlagi.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.