Fótbolti

David de Gea gæti endurnýjað kynnin við Ronaldo

Hjörvar Ólafsson skrifar
David De Gea varð samningslaus um síðustu mánaðamót. 
David De Gea varð samningslaus um síðustu mánaðamót.  Vísir/Getty

David de Gea er orðaður við sádí-arabíska liðið Al-Nassr. Þar gæti hann orðið samherji Cristiano Ronaldo á nýjan leik en þeir léku saman hjá Manchester United. 

Samningur David de Gea við Manchester United rann út um mánaðamótin síðastliðin. Spænski markvörðurinn gifti sig á dögunum en þegar brúðkaupsferð hans og eiginkonu hans lýkur mun hann setjast aftur við samningaborðið með forráðamönnum Manchester United. 

Al-Nassr ætlar hins vegar að freista þessa 32 ára gamla leikmanns með samningstilboði sínu. 

Talið er að Erik ten Hag sé með Andre Onana, markvörð Inter Milan, Justin Bijlow hjá Feyenoord og Kevin Trapp, sem leikur með Eintracht Frankfurt, á óskalista sínum fari það svo að ákveðið verði að framlengja ekki samninginn við David de Gea. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×