„Ég held að ég sé bara enn að melta þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2023 18:16 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, einbeittur á svip. vísir/Anton Brink Breiðablik sló Stjörnuna út í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, eftir framlengingu var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni, sem Breiðablik sigraði 4-1. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“ Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins, var lengi að ná sér niður eftir þennan gríðarlega spennandi leik. „Ég held að ég sé bara enn að melta þetta, þetta var þvílík spenna, mikil dramatík. Það lá á okkur á köflum en ég held að enn og aftur hafi liðsheildin og samheldnin skilað okkur í bikarúrslit.“ Blikar lentu undir í leiknum og á lokamínútunum virtist Stjarnan líklegri til að fara með sigur af hólmi en þrátt fyrir mikla spennu missti þjálfarinn aldrei trúnna á sínu liði. „Ég var stressaður allan leikinn og allan tímann, þannig lagað séð. Auðvitað alltaf ákveðið stress í leikjum og ég tala nú ekki um í svona leik, en það er alltaf til gír í okkur til að koma til baka, við höfum sýnt það í gegnum sumarið.“ Eftir að hafa lent aftur undir strax í upphafi framlengingar gerði þjálfarinn skiptingar í hálfleik sem skiluðu jöfnunarmarki. „Við breyttum aðeins þarna í hálfleiknum í framlengingunni, keyrðum aðeins meira á þetta og náðum enn og aftur að koma til baka og klára þetta, það er það sem skiptir máli.“ Þrátt fyrir að vera komin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og tróna á toppi deildarinnar heldur Ásmundur sér enn á jörðinni og segir ekki kominn tíma til að láta sig dreyma um tvennuna. „Nei, engan veginn, það er ekki kominn tími á neitt slíkt. Þurfum bara að taka einn leik í einu og núna eftir langan og erfiðan leik í dag þá er aðalatriðið að safna kröftum því að framundan er erfið vika, tveir leikir til viðbótar í vikunni.“ Breiðablik mætir Víkingum í úrslitaleik bikarsins, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli þann 12. ágúst. Ásmundur segist eiga von á miklum baráttuleik gegn sterku liði Víkinga. „Það verður vonandi gaman, frábær leikur hjá þeim í gær, frábær stemning í Víkinni og mikill meðbyr hjá þeim þessa dagana. Ég á von á góðri mætingu hjá báðum liðum og hörkuleik því Víkingur er með hörkulið.“
Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð