Þá verður farið yfir stöðu mála í Frakklandi þar sem mótmælt hefur verið á götum úti og óeirðir verið svo dögum skipti. Sautján ára gamall drengur, sem lögregla skaut til bana í úthverfi Parísar síðastliðinn þriðjudag, var borinn til grafar í dag og voru hundruð viðstödd útförina.
Farið verður yfir áform um uppbyggingu nýs miðbæjar á Egilstöðum og við kíkjum á Írska daga á Akranesi, sem ná hápunkti í kvöld.