Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júní 2023 16:30 CERT-IS sá tilefni til þess að vara sérstaklega við útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. vísir Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. „Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira