Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2023 11:32 Stjarnan og Valur spila bæði í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Undankeppninni er skipt í tvo hluta, svokallaða meistaraleið og deildarleið. Valskonur fara meistaraleiðina enda Íslandsmeistarar, en Stjarnan fer deildarleiðina eftir að hafa náð 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Aðeins sextán bestu deildir Evrópu eiga fulltrúa í deildarleiðinni. Keppt er í fjögurra liða riðlum í undankeppninni og kemst aðeins sigurvegari hvers riðils áfram á seinna stig undankeppninnar. Ákveðið verður brátt hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli og því mögulegt að spilað verði á Íslandi. Valur gegn tyrknesku og albönsku liði? Valskonur drógust í riðil sjö og mæta þar í undanúrslitum tyrkneska liðinu Fomget. Sigurliðið úr þeim leik mætir svo sigurliðinu úr leik Vllaznia frá Albaníu og Hajvalia frá Kósovó, í úrslitaleik. Tapliðin mætast einnig í leik um 3. sæti. Stjarnan slapp við Arsenal og Juventus Stjörnukonur eiga hins vegar mun erfiðara verkefni fyrir höndum. Þær voru þó afskaplega heppnar með drátt því þær hefðu getað lent gegn liðum eins og Arsenal og Juventus. Stjarnan mætir Levante frá Spáni í undanúrslitum, og sigurliðið mætir svo Twente frá Hollandi eða Sturm Graz frá Austurríki í úrslitaleik. Levante og Twente voru lægst skrifuðu liðin sem Stjarnan gat dregist á móti. Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, mætir Okzhetpes frá Kasakstan í undanúrslitum og svo Frankfurt eða Slovácko frá Tékklandi. Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, mætir Minsk frá Hvíta-Rússlandi og sigurliðið mætir svo Bröndby eða Celtic í úrslitaleik. Leikið í september Leikirnir í undanúrslitum eiga að fara fram 6. september og úrslitaleikirnir, sem og leikir um 3. sæti í hverjum riðli, eru 9. september. Nú þegar dregið hefur verið mun það svo í framhaldinu skýrast hvaða lið verður á heimavelli í hverjum riðli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira