Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2023 08:48 Veiðimaðurinn er elsta veiðiblað landsins og sumarblaðið 2023 er komið út stútfullt af skemmtilegum greinum og viðtölum. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Árna Guðmundsson formann Elliðaárnefndar þar sem hann fer meðal annars yfir hinn góða árangur af veitt og sleppt í ánni, alla jákvæðu þættina sem tæming Árbæjarlóns kemur til með skila ánum og veiðiþjófnað. Hrafn H Hauksson er í skemmtilegu viðtali en þessi geðþekki veiðimaður og leiðsögumaður er einn af þeim veiðnari á landinu. Listinn að læðast er umfjöllun um nákvæmlega það "listina að læðast að fiski" og það er löngu tímabært að kenna byrjendum þetta. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur fer yfir veiðivæntingar sumarsins og þrátt fyrir að búast við meiri veiði en í fyrra eru engu að síður varnarorð til handa villta laxinum sem á í vök að verjast um allt Atlantshafið. Ragnheiður Thorsteinsson nýr formaður SVFR og fyrsta konan til að gegna því embætti fer yfir langa og skemmtilegan feril í veiði. Þetta ásamt fullt af öðru skemmtilegu efni er komið inn um lúguna til félaga SVFR. Stangveiði Mest lesið Af nýlegum útboðsmálum Veiði Yfir 1000 bleikjur hafa veiðst í Hlíðarvatni Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði 1,000 löxum undir veiðinni í fyrra en veiðin samt góð Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði
Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við Árna Guðmundsson formann Elliðaárnefndar þar sem hann fer meðal annars yfir hinn góða árangur af veitt og sleppt í ánni, alla jákvæðu þættina sem tæming Árbæjarlóns kemur til með skila ánum og veiðiþjófnað. Hrafn H Hauksson er í skemmtilegu viðtali en þessi geðþekki veiðimaður og leiðsögumaður er einn af þeim veiðnari á landinu. Listinn að læðast er umfjöllun um nákvæmlega það "listina að læðast að fiski" og það er löngu tímabært að kenna byrjendum þetta. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur fer yfir veiðivæntingar sumarsins og þrátt fyrir að búast við meiri veiði en í fyrra eru engu að síður varnarorð til handa villta laxinum sem á í vök að verjast um allt Atlantshafið. Ragnheiður Thorsteinsson nýr formaður SVFR og fyrsta konan til að gegna því embætti fer yfir langa og skemmtilegan feril í veiði. Þetta ásamt fullt af öðru skemmtilegu efni er komið inn um lúguna til félaga SVFR.
Stangveiði Mest lesið Af nýlegum útboðsmálum Veiði Yfir 1000 bleikjur hafa veiðst í Hlíðarvatni Veiði Heitar flugur frá Veiðiflugum Veiði Opið hús hjá Kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði 1,000 löxum undir veiðinni í fyrra en veiðin samt góð Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði