Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vindátt á landinu verði breytileg og hraðinn þrír til átta metrar á sekúndu. Hitinn verður á bilinu sjö til fjórtán stig.
„Enn er þó nægur raki eftir í lægðinni og því má búast við vætu nokkuð víða á landinu í dag og líklega verður úrkoman skúrakennd þegar líður á daginn.
Á morgun þokast miðja lægðarinnar til suðausturs. Það þýðir að það gengur í norðaustan 5-13 m/s á norðanverðu landinu með dálítilli ringingu. Hægari vindur sunnantil og skúrir, sums staðar efnismiklar dempur síðdegis,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning norðanlands. Hægari sunnantil og líkur á skúrum, einkum síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Á sunnudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast sunnan heiða.
Á mánudag: Norðlæg átt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Norðanátt og rigning með köflum norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti 6 til 16 stig, mildast suðvestantil.
Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með lítilsháttar vætu á norðanverðu landinu, en bjart með köflum sunnantil. Svipaður hiti áfram.