„Búin að sakna fótbolta á hverjum einasta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Sandra Sigurðardóttir tók fram hanskana og lék í marki Grindavíkur í kvöld. Vísir/SJJ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í vetur. Hún lék með Grindavík í sigri liðsins gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna. Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“ Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“
Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira