„Búin að sakna fótbolta á hverjum einasta degi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Sandra Sigurðardóttir tók fram hanskana og lék í marki Grindavíkur í kvöld. Vísir/SJJ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í kvöld eftir að hafa lagt hanskana á hilluna í vetur. Hún lék með Grindavík í sigri liðsins gegn Augnablik í Lengjudeild kvenna. Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“ Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Sandra lagði skóna á hilluna í vetur eftir glæstan feril en hún er leikjahæsti leikmaður í efstu deild kvenna hér á landi. Þegar Grindvíkingar lentu hins vegar í því að báðir markverðir liðsins voru frá vegna meiðsla og veikinda var haft samband við Söndru. „Þrjú stig og það var það sem skipti máli í dag. Ég er aðeins ryðguð en góð tilfinning,“ eftir leikinn í Grindavík í kvöld sem Grindavík vann 3-2. Sandra fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn. „Ég fæ símtal fyrir tviemur sólarhringum þar sem er athugað hvort að ég sé tilbúin að taka þennan slag og ég var til í það með nokkrum skilyrðum. Ég vildi hjálpa.“ Sandra í leiknum í kvöld.Vísir/SJJ Sandra hitti leikmenn Grindavíkur í fyrsta skipti í dag og var því kastað beint í djúpu laugina. „Ég var að hitta þær í fyrsta skipti í dag fyrir leik. Þegar ég mætti þá vissi ég ekki hvað nein heitir en ég held ég sé alveg að læra þetta. Það var bara stemmning og þær tóku mér allar mjög vel,“ en búist er við að Sandra spili einnig með Grindavík á þriðjudag þegar liðið mætir Fram. „Við ætlum að sjá hvernig þróunin verður á meiðslum en upphaflegt plan var að ég myndi mögulega taka tvo leiki.“ „Vildi virða mína ákvörðun“ Hún segist ekki hafa þurft mikinn tíma til að hugsa sig um og viðurkennir að hún sé búin að vera með fiðring síðan knattspyrnutímabilið hófst á nýjan leik í vor. „Nei, í rauninni ekki. Fá reglur og annað á hreint en ég var alveg til í þetta. Ég ætla ekkert að fara í felur með það að ég er örugglega búinn að sakna fótbolta á hverjum einasta degi þó ég sjái ekkert endilega eftir ákvörðuninni. Það er erfitt að vera áhorfandi.“ Hún segir að hún hafi fengið fyrirspurnir frá liðum um að taka fram hanskana en hefur hingað til staðið við sína ákvörðun þangað til Grindavík hafði samband í vikunni. „Fyrst og fremst vill ég halda tryggð við mitt lið sem er Valur ef eitthvað myndi klikka þar og reyna að virða mína ákvörðun. Það var alveg ástæða fyrir henni þó svo að mig langi auðvitað að spila fótbolta og allt það. Maður verður einhvern tíman að hætta, maður er að eldast.“ Hreyfióð og byrjuð í utanvegahlaupum Sandra hefur haldið sér í góðu formi þrátt fyrir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hún segist vera hreyfióð og tók meðal annars þátt í utanvegahlaupi fyrir ekki svo löngu síðan. „Ég er hreyfióð og er örugglega búin að æfa meira en ég gerði þegar ég var í fótbolta. Ég tók 10 kílómetra í Hengill Ultra utanvegahlaupi um daginn og ég hjóla og geri algjöra vitlausu. Ég er dugleg að hreyfa mig.“ Það var nóg að gera hjá Söndru eftir leik að sinna ungum Grindvíkingum.Vísir/SJJ Eftir leikinn í kvöld voru fjölmargir ungir knattspyrnuiðkendur í Grindavík sem vildu fá eiginhandaráritun hjá Söndru og nóg var að gera í myndatökum sömuleiðis. Sandra var heillangan tíma úti á velli eftir að leik lauk og gaf sér góðan tíma í að sinna ungum aðdáendum. „Ég var hálf hrærð. Mér fannst þetta gaman og gott ef krakkar í Grindavík gátu notið góðs af.“
Íslenski boltinn UMF Grindavík Lengjudeild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira