Lawrence var gestur í þættinum Watch What Happens Live með Andy Cohen þar sem hún var spurð út í orðróm þess efnis að Hemsworth hafi haldið framhjá Cyrus með sér.
Orðrómurinn spratt upp eftir að Cyrus gaf út tónlistarmyndband við lag sitt Flowers en í myndbandinu klæðist hún gullituðum kjól.

Töldu einhverjir að með því væri hún að ýja að því að Lawrence hefði haft eitthvað að gera með sambandsslitin þar sem hún klæddist svipuðum kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Hunger Games.

Þessir tveir kjólar eru þó nokkuð ólíkir þrátt fyrir að vera eins á litinn. Enda virðist ekki hafa verið fótur fyrir neinu í þessum sögusögnum miðað við það sem Lawrence segir í þættinum hjá Cohen.
„Ekki satt, algjör orðrómur. Við vitum öll að ég og Liam kysstumst einu sinni, þá voru liðin ár síðan þau hættu saman. Svo ég gerði alltaf ráð fyrir því að þetta [kjóllinn] hafi verið tilviljun.“