Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Magnús Jochum Pálsson og Atli Ísleifsson skrifa 26. júní 2023 10:32 Arna Kristín Einarsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri skrifstofu menningar- og fjölmiðla hjá menningarráðuneytinu. Vísir/GVA Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira