„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2023 22:05 Ásmundur Arnarson á hliðarlínunni í bleytunni í kvöld. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. „Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“ Besta deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“
Besta deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Sjá meira