Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 13:35 „Ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“ Akureyri Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“
Akureyri Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira