Það sem bankastjórinn meinti Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. júní 2023 11:30 Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að stjórnandi fyrirtækis sem þarf að greiða 1200 milljónir í sekt vegna brota á lögum og reglum hefur ekki íhugað að segja af sér heldur segir bara „Ég nýt trausts innan stjórnar bankans og mun gegna starfi mínu áfram“ – og ég sem hélt að réttlætingin fyrir háum launum bankastjóra væri að þeir bæru svo mikla ábyrgð. Það er ekki síður athyglisvert að stjórn þessa fyrirtækis, sem er að mestu leyti í eigu fólksins í landinu, ýmist gegnum ríkissjóð eða lífeyrissjóði – pabbi hans Bjarna á (enn) bara lítinn hlut – skuli bera fullt traust til stjórnanda sem klúðrar málum á þann hátt. Kannski þykir klúðrið léttvægara af því að þar er ekki um að ræða vonda fjármálastjórn, heldur „bara“ brot á lögum og reglum. En það er áhugavert að lesa viðtöl við bankastjóra Íslandsbanka vegna málsins – annað eins orðasalat hefur sjaldan sést. Ég tók nokkur gullkorn úr viðtölum í Heimildinni, Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og Vísi og orðræðugreindi þau til að glöggva mig á því hvað bankastjórinn hefði raunverulega verið að fara. „Með því að bjóða sátt er fjármálaeftirlitið að sýna stjórn og bankastjóra traust til þess að innleiða þær breytingar sem þarf. Og það er að sjálfsögðu mikilvægt. Og það er mikilvægt að okkur er boðin sátt.“ Það er umdeilanlegt hversu mikið „traust“ felst í því að sekta bankann um 1200 milljónir, en aðalatriðið er að samkvæmt fréttum var það ekki fjármálaeftirlitið sem bauð sátt að fyrra bragði, heldur leitaði bankinn upphaflega eftir henni. Á því er talsverður munur. „Það er rétt að viðurkenna að við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum um upptökur í símum, sem settar höfðu verið haustið 2021 og við áttum að innleiða með öðrum hætti en við gerðum.“ Hér merkir „við höfðum ekki fylgt nægilega vel eftir reglum“ augljóslega „við hunsuðum reglurnar“, og „við áttum að innleiða með öðrum hætti“ merkir „við áttum að fara eftir reglunum“. En hitt hljómar vissulega betur. „Símaupptökur geta klikkað alls staðar.“ Orðalagið „geta klikkað“ gefur í skyn að um einhvers konar tæknileg vandræði eða aðrar óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða, en það var einfaldlega svikist um að taka símtölin upp. Og „geta klikkað alls staðar“ er ætlað til þess að draga úr ábyrgð bankans – gefa í skyn að þetta sé ekkert betra hjá öðrum. „Þetta er áfellisdómur fyrir þetta verkefni. En ég tel áhættumenningu bankans í heild vera sterka og kannski frekar íhaldssama.“ „En við drögum svo sannarlega lærdóm af þessu verkefni og förum af fullum þunga í þær úrbætur sem þarf að gera, til þess að við séum áfram með þessa góðu og sterku áhættumenningu.“ Ekki verður séð hvað „áhættumenning“ bankans kemur þessu máli við – þetta mál snýst ekkert um hana, heldur er hún dregin þarna inn til að drepa málinu á dreif. Þess vegna koma úrbætur á henni málinu ekki heldur við. „Það er verið að tala um hagsmunaárekstramat sem bankinn hefði getað gert ítarlegra, sem líklega hefði leitt til þess að starfsmenn hefðu ekki keypt eða viðskipti starfsmanna hefðu ekki verið leyfð.“ Hér merkir „sem bankinn hefði getað gert ítarlegra“ augljóslega „sem bankinn hefði átt að gera“, og í „líklega hefði leitt til þess“ er „líklega“ ofaukið. „Við höfum frá því að þetta átti sér stað gert breytingar á verklagi bankans og dregið mikinn lærdóm af þessu máli.“ Hér merkir „við höfum […] gert breytingar á verklagi bankans“ greinilega „við neyðumst til að fylgja lögum og reglum“, og „dregið mikinn lærdóm af þessu máli“ merkir „ætlum ekki að láta nappa okkur næst“. „Það var ljóst að tímafresturinn til að standa að sölunni í mars í fyrra var knappur og það skýrir hluta af því sem fór úrskeiðis í verklagi bankans. Það segi ég þó ekki til að víkja mér undan ábyrgð […]“ Tilgangurinn með því að nefna knappan tímafrest er auðvitað einmitt sá að draga úr eigin ábyrgð – annars væri ástæðulaust að nefna hann. Þetta er dæmigerð aðferð til að afvegaleiða umræðuna. „Það er alveg ljóst að í þessu tilgreinda máli varð misbrestur á starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti.“ „Við gerðum bara mistök í innleiðingunni, og við fylgdum þá ekki innleiðingunni heldur nægilega vel eftir og þess vegna urðu þessi mistök.“ Merkingin í „varð misbrestur á starfi bankans“ er „voru lög brotin í starfsemi bankans.“ „Við hefðum viljað að þetta verkefni hefði verið gert með öðrum hætti“ merkir „Við hefðum átt að fylgja lögum og reglum.“ Orðið „mistök“ er hér skrauthvörf fyrir „lögbrot“. „Við gerðum bara mistök“ merkir „Við brutum lög og reglur.“ Spurningunni „Hafið þið kannað hvort einhverjir starfsmenn bankans hafi hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist vegna þess að reglum var ekki fylgt?“ svarar bankastjórinn „Ekkert umfram aðra sem tóku þátt í þessu útboði.“ Þetta er auðvitað ekkert svar. Það er sem sé vel hugsanlegt að þátttakendur í útboðinu hafi „hagnast umfram það sem eðlilegt getur talist“ – það eina sem bankastjórinn segir er að starfsfólk bankans hafi ekki grætt meira en aðrir þátttakendur. Ýmislegt fleira mætti tína til, en ég bíð spenntur eftir framhaldi á skýringum bankastjórans þegar skýrsla fjármálaeftirlitsins verður birt í heild. Höfundur er prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Greinin birtist fyrst á bloggsíðu Eiríks.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun