Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 23:49 Óskar spyr hver sé raunveruleg ástæða brottrekstrar Konráðs. Meistaradeildin/Gunnar Freyr Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. „Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti. Hestaíþróttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti.
Hestaíþróttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira