Lék á EM í fyrra en spriklar nú í strákabolta fyrir vestan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 07:31 Elín Metta Jensen er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira