Nýr miðbær á Egilsstöðum muni laða fólk að Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2023 08:00 Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings. sigurjón ólason Uppbygging á nýjum miðbæ á Egilsstöðum er hafin. Sveitarstjóri Múlaþings segir að á næstu þremur árum verði hægt að sjá móta fyrir 160 nýjum íbúðum í bland við græn svæði í hjarta bæjarins. Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“ Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hugmyndir um miðbæ á Egilsstöðum eru ekki nýjar. Deiliskipulag var samþykkt árið 2006 en komst aldrei til framkvæmda. Núna er þó komin hreyfing á hlutina, en í nyrsta hluta bæjarins er í undirbúningi mikil uppbygging fjölbýlis á vegum félags eldri borgara sem sveitarstjórinn segir fyrsta skrefið í uppbyggingu nýs miðbæs. Vistvænt umhverfi Löng göngugata tekur við þeirri byggð þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Miðbærinn í heild sinni gerir ráð fyrir 160 nýjum íbúðum. „Það sem við erum að horfa á er að hér myndist vistvænt umhverfi. Við gerum ráð fyrir langri göngugötu með mörgum áningarstöðum. Bílastæðin verða fyrir utan þetta, þau þurfa auðvitað að vera til staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa á að hér verði alltaf líf, þetta verður blanda af þjónustustarfsemi og íbúarstarfsemi,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Göngu og verslunargatan verður kölluð Ormurinn með vísan í Lagafljótsorminn. Miðbærinn muni laða fólk að Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. „Við erum að tala um svæði þar sem geta verið hópasamkomur sem ég held að skipti bara gífurlegu máli í okkar miðbæ í framtíðinni.“ Íbúar hafi lengi kallað eftir alvöru miðbæ og sér Björn fyrir sér að uppbyggingin muni eiga sér stað á næstu þremur árum. „Auðvitað skeður þetta ekki einn, tveir og þrír en þegar þetta verður komið þá verður hér virkilega skemmtilegt miðbæjarsvæði sem mun laða fólk að.“
Múlaþing Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira