110 sm hrygna veiddist í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2023 10:21 Gísli með 110 sm hrygnuna úr Blöndu Blanda er vel þekkt fyrir stóra laxa og í gær veiddist einn af þeim og er enn sem komið stærsti laxinn sem veiðst hefur í sumar. Laxinn sem um ræðir var 110 sm hrygna sem tók Svartan Frances og var flugunni kastað norðan meginn af Breiðunni sem er líklega einn þekktasti veiðistaður Blöndu. Veiðimaðurinn var Gísli Vilhjálmsson og honum til aðstoðar var Þorsteinn Hafþórsson. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykk og flott hrygna sem hefur greinilega verið í ánni í einhvern tíma því ekki er hún nýgengin eins og sjá má á útliti hrygnunar. Þetta er glæsilegur lax og Veiðivísir óskar veiðimanni til lukku með fenginn. Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði
Laxinn sem um ræðir var 110 sm hrygna sem tók Svartan Frances og var flugunni kastað norðan meginn af Breiðunni sem er líklega einn þekktasti veiðistaður Blöndu. Veiðimaðurinn var Gísli Vilhjálmsson og honum til aðstoðar var Þorsteinn Hafþórsson. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykk og flott hrygna sem hefur greinilega verið í ánni í einhvern tíma því ekki er hún nýgengin eins og sjá má á útliti hrygnunar. Þetta er glæsilegur lax og Veiðivísir óskar veiðimanni til lukku með fenginn.
Stangveiði Húnaþing vestra Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði