Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Jakob Bjarnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 20. júní 2023 17:09 Svandís telur ríkisstjórnina ekki í hættu vegna ákvörðunar hennar um bann við hvalveiðum. Sú ákvörðun hennar sé fagleg. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali fréttastofu við Svandísi nú síðdegis en Vísir hefur greint frá því í dag að óvænt ákvörðun hennar hafi lagst misvel þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þess sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst yfir því að hann sé ósammála Svandísi, þetta sé ekki ákvörðun sem honum hugnist. Þá hefur Eiríkur Bergmann lýst því yfir að hann telji meiri líkur á stjórnarslitum í dag en í gær. Svandís segist spurð um ákvörðunina hana ekki vera svar við ummælum bæði Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra og afgerandi ummælum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um útlendingamál, sem hafa lagst illa í ýmsa innan VG. „Nei, þetta er ekki þannig ákvörðun. Hún er efnisleg, málefnaleg og fagleg,“ segir Svandís. Það væri ekki mjög skynsamlegt að taka ákvörðun af þessari stærðargráðu sem byggðist á öðru eins og því. „Sem svar við einhverri ákveðinni pólitískri stöðu. Þetta snýst um að taka faglega ákvörðun sem byggist á faglegum grunni. Og það er það sem ég er að gera.“ En ertu með þessu að tefla stjórnarsamstarfinu í tvísýnu? „Ég meina, þetta er mín ákvörðun og ég kynnti hana fyrir ríkisstjórn í morgun. Það voru ágætis skoðanaskipti þar eins og oft hefur gerst þegar verið er að taka ákvarðanir á borðum einstakra ráðherra. Þannig að ég held að ríkisstjórnin sé ekki í hættu vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Svandís.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent