Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 10:24 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær: Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær:
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira