Bestu ráðin í baráttunni við bitin Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 21:54 Lúsmý hefur valdið mörgum Íslendingum miklum ama síðustu ár. Vísir/Vilhelm Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. „Þetta er vágestur sem eiginlega kom hingað fyrst í kringum 2015. Við höfum þekkt bitmýið lengi og flær og annað sem hefur verið að trufla okkur. Þetta er öllu meira og leggst á mjög marga,“ segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mikael segir að þegar lúsmýið byrjar að sjúga blóð úr fólki bregðist ónæmiskerfið við. Það gefi frá sér alls konar efni til að verjast álaginu sem lúsmýið veldur og við það kemur bólgan. Mismunandi sé þó hversu mikil viðbrögð líkamans eru við bitunum. „Það er svolítið mismunandi milli manna. Því það er ekki þannig að þú ert ekki bitinn og þess vegna ert þú í svona góðum málum. Þetta fer á alla og það er mismunandi hvernig fólk svarar.“ Ekki klóra heldur kæla Að sögn Mikaels er mikilvægast að koma í veg fyrir bitum með fyrirbyggjandi vörnum. Þegar fólk verður fyrir barðinu á lúsmýinu sé þó hægt að grípa til ýmissa ráða. Fólk eigi þó alls ekki að klóra sér í bitunum. „Það er það allra versta vegna þess að þá ertirðu húðina meira, þá verður meira blóðfæði á staðinn og þá verður meiri ertingur og kláði. Svo er hætta á að það verði sýking í stungunni og þá er maður enn verr settur.“ Fólk á ekki að klóra bólgunum sem lúsmýbitin valda. Frekar á að kæla þær.Vísir/Vilhelm Það sem fólk á frekar að gera er að kæla bólguna sem bitin valda og taka síðan lyf, „Þá getur maður sett ísmola í poka og svo handklæði á milli, ekki beint á húðina því þá fær maður frostskaða. Þannig þú kælir þetta niður fyrst um sinn og svo er að taka ofnæmislyf.“ Ofnæmislyf og sterakrem Mikael ráðleggur fólki sem fær mikil viðbrögð við bitum að taka ofnæmislyf á hverjum morgni. „Það eru bara þau sem þú getur keypt í apótekum. Ég held að flest þessi ofnæmislyf sé hægt að kaupa án lyfseðils. Svo eru til sterkari útgáfur.“ Sterkari útgáfurnar séu sumar lyfseðilsskyldar. Þurfi fólk sterkari lyf geti það tekið stærri skammt af veikari lyfjunum. „Það sem er hægt að gera er einfaldlega að taka tvöfaldan skammt, þú tekur að morgni og ef þú ert slæm seinni partinn þá tekurðu aðra töflu.“ Mikael ráðleggur þá fólki að setja sterakrem á bitin og nefnir sem dæmi Mildison, sem inniheldur sterahormónið hýdrókortisón. „Það væri sjálfsagt að bera það á akkúrat stunguna. Það hemur bólgusvörun og kláða, getur haft einhver áhrif á það. Ef maður er mjög slæmur þá getur maður leitað til síns heimilislæknis og fengið næsta stig fyrir ofan af sterakremi.“ Mikael ráðleggur fólki til dæmis að nota Mildison sterakrem við bitunum.Skjáskot/Lyfjaver Mælir ekki með heitri skeið Það að hita skeið undir heitu vatni og leggja á bitið er eitt af þeim húsráðum sem notuð hafa verið við bitum hér á landi. „Þetta er ekki gott ráð, því það getur verið hættulegt,“ segir Mikael við því ráði og bendir á að þetta geti valdið brunaskaða. Þó að hiti sé verkjadeyfandi myndi hann ekki sjálfur ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin sín. Hiti og kuldi séu verkjadeyfandi, kuldinn sé meira notaður. Sjálfur myndi hann ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin. Ljós við enda ganganna Íslendingar þurfa þó ekki að örvænta um of vegna lúsmýsins. „Það er samt ljós í endanum á göngunum, þetta er svo nýtt hérna,“ segir Mikael. Með tímanum byggi fólk upp ónæmi við bitunum. „Davíð Gíslason, ofnæmislæknir sem er núna á níræðisaldri en er hress og hraustur, hefur sagt frá því að þegar þeir voru að vinna með lúsina sem var með æðadúninum þá smá saman myndaðist þol. Þeir sem voru að vinna þarna hættu að fá útbrot af bitum lúsarinnar.“ Mikael segir að þetta sé eins og „sjálfvirk afnæming.“ Fólk fái bit og myndi þol við þeim smám saman. „Þetta á að vera skárra og skárra með hverju árinu sem líður og svo eftir einhvern tíma þá áttu að þola þetta sæmilega.“ Lúsmý Reykjavík síðdegis Húsráð Skordýr Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
„Þetta er vágestur sem eiginlega kom hingað fyrst í kringum 2015. Við höfum þekkt bitmýið lengi og flær og annað sem hefur verið að trufla okkur. Þetta er öllu meira og leggst á mjög marga,“ segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mikael segir að þegar lúsmýið byrjar að sjúga blóð úr fólki bregðist ónæmiskerfið við. Það gefi frá sér alls konar efni til að verjast álaginu sem lúsmýið veldur og við það kemur bólgan. Mismunandi sé þó hversu mikil viðbrögð líkamans eru við bitunum. „Það er svolítið mismunandi milli manna. Því það er ekki þannig að þú ert ekki bitinn og þess vegna ert þú í svona góðum málum. Þetta fer á alla og það er mismunandi hvernig fólk svarar.“ Ekki klóra heldur kæla Að sögn Mikaels er mikilvægast að koma í veg fyrir bitum með fyrirbyggjandi vörnum. Þegar fólk verður fyrir barðinu á lúsmýinu sé þó hægt að grípa til ýmissa ráða. Fólk eigi þó alls ekki að klóra sér í bitunum. „Það er það allra versta vegna þess að þá ertirðu húðina meira, þá verður meira blóðfæði á staðinn og þá verður meiri ertingur og kláði. Svo er hætta á að það verði sýking í stungunni og þá er maður enn verr settur.“ Fólk á ekki að klóra bólgunum sem lúsmýbitin valda. Frekar á að kæla þær.Vísir/Vilhelm Það sem fólk á frekar að gera er að kæla bólguna sem bitin valda og taka síðan lyf, „Þá getur maður sett ísmola í poka og svo handklæði á milli, ekki beint á húðina því þá fær maður frostskaða. Þannig þú kælir þetta niður fyrst um sinn og svo er að taka ofnæmislyf.“ Ofnæmislyf og sterakrem Mikael ráðleggur fólki sem fær mikil viðbrögð við bitum að taka ofnæmislyf á hverjum morgni. „Það eru bara þau sem þú getur keypt í apótekum. Ég held að flest þessi ofnæmislyf sé hægt að kaupa án lyfseðils. Svo eru til sterkari útgáfur.“ Sterkari útgáfurnar séu sumar lyfseðilsskyldar. Þurfi fólk sterkari lyf geti það tekið stærri skammt af veikari lyfjunum. „Það sem er hægt að gera er einfaldlega að taka tvöfaldan skammt, þú tekur að morgni og ef þú ert slæm seinni partinn þá tekurðu aðra töflu.“ Mikael ráðleggur þá fólki að setja sterakrem á bitin og nefnir sem dæmi Mildison, sem inniheldur sterahormónið hýdrókortisón. „Það væri sjálfsagt að bera það á akkúrat stunguna. Það hemur bólgusvörun og kláða, getur haft einhver áhrif á það. Ef maður er mjög slæmur þá getur maður leitað til síns heimilislæknis og fengið næsta stig fyrir ofan af sterakremi.“ Mikael ráðleggur fólki til dæmis að nota Mildison sterakrem við bitunum.Skjáskot/Lyfjaver Mælir ekki með heitri skeið Það að hita skeið undir heitu vatni og leggja á bitið er eitt af þeim húsráðum sem notuð hafa verið við bitum hér á landi. „Þetta er ekki gott ráð, því það getur verið hættulegt,“ segir Mikael við því ráði og bendir á að þetta geti valdið brunaskaða. Þó að hiti sé verkjadeyfandi myndi hann ekki sjálfur ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin sín. Hiti og kuldi séu verkjadeyfandi, kuldinn sé meira notaður. Sjálfur myndi hann ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin. Ljós við enda ganganna Íslendingar þurfa þó ekki að örvænta um of vegna lúsmýsins. „Það er samt ljós í endanum á göngunum, þetta er svo nýtt hérna,“ segir Mikael. Með tímanum byggi fólk upp ónæmi við bitunum. „Davíð Gíslason, ofnæmislæknir sem er núna á níræðisaldri en er hress og hraustur, hefur sagt frá því að þegar þeir voru að vinna með lúsina sem var með æðadúninum þá smá saman myndaðist þol. Þeir sem voru að vinna þarna hættu að fá útbrot af bitum lúsarinnar.“ Mikael segir að þetta sé eins og „sjálfvirk afnæming.“ Fólk fái bit og myndi þol við þeim smám saman. „Þetta á að vera skárra og skárra með hverju árinu sem líður og svo eftir einhvern tíma þá áttu að þola þetta sæmilega.“
Lúsmý Reykjavík síðdegis Húsráð Skordýr Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira