Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:29 Jón Gunnarsson lætur af störfum með bros á vör. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19