Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:29 Jón Gunnarsson lætur af störfum með bros á vör. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19