Handbolti

Fagnaði með Óla Stef árið 2002 | Er nú í sömu sporum og gömlu hetjurnar sínar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Matthias Musche í úrslitaleiknum í dag. 
Matthias Musche í úrslitaleiknum í dag.  Vísir/Getty

Matthias Musche vann í dag Meistaradeild Evrópu í handbolta karla með uppeldisfélagi sínu, Magdeburg, en síðast þegar liðið vann keppnina, árið 2002, fagnaði Musche tilinum með Ólafi Indriða Stefánssyni, Alfreði Gíslasyni, Sigfúsi Sigurðssyni og samherjum þeirra hjá þýska liðinu. 

Musche er Magdeburgarmaður í húð og hár en þessi þrítugi þýski landsliðsmaður ólst upp hjá félaginu og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan lánstíma hjá SV Post Schwerin tímabilið 2012 til 2013. 

Hér að neðan má sjá skemmtilega mynd af Mucshe þar sem hann fagnar titlinum árið 2002 á Ráðhústorginu en á myndinni með honum er Ólafur Indriði Stefánsson sem var lykilleikmaður Magdeburgarliðsins þessa leiktíðina. 

Nú er Musche á hinum endanum þar sem hann mun einhvern tímann í næstu viku að öllum líkindum verða hylltur í miðbæ Magdeburgar ásamt liðsfélögum sínum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×