„Áttum aldrei að tapa þessum leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2023 22:03 Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í kvöld. Vísir/Diego „Menn eru bara gríðarlega svekktir. Það er erfitt að kyngja þessu tapi, það er ekki spurning,“ sagði markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, eftir svekkjandi 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. „Sérstaklega miðað við fyrri hálfleik þar sem við erum að fá ótrúlega mikið af færum og það er mikill klaufaskapur hjá þeim. Við eigum bara að gera betur því við fáum fullt af góðum uppleggjum og færum og við eigum bara að klára þennan leik í fyrri hálfleik í rauninni.“ „Í seinni hálfleik missum við aðeins tökin. Þeir koma aðeins ofar á völlinn og við aðeins aftar og náum ekki að setja jafn mikla pressu. En við áttum aldrei að tapa þessum leik.“ Þá segir Alfreð að auðvitað hafi það haft áhrif á leikplanið að missa fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í meiðsli í upphitun. „Auðvitað. Við erum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan alla vikuna og æfa mikið og ákveðna hluti. Það eru að koma nýir menn inn með nýjar áherslur. En það á ekkert að hafa úrslitaáhrif. Það munar náttúrulega um alla, en mér fannst við eiga að klára þetta með það lið sem við höfðum.“ Alfreð bætir einnig við að tapið sé sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að markið sem skildi liðin að var hálfgert skrípamark. „Það er náttúrulega extra svekkjandi. Þeir eru ekki að búa sér til mikið af færum í seinni hálfleik og svo kemur svona mark. Þeir skapa sína eigin heppni og allt það en við áttum bara að vera klókari í fyrri hálfleik og aðeins betri og með meiri gæði í færunum sem við fengum.“ Alfreð var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik, en segir það ekki hafa verið ákveðið fyrirfram að hann myndi ekki spila meira í kvöld. „Þjálfarinn ræður því bara. Þetta var kannski ekkert óskaundirbúningur fyrir mig fyrir þennan leik, en maður gerði það besta úr því. Við náðum kannski ekki að pressa nógu vel á þá í seinni hálfleik og hann vildi kannski bara fá ferskar lappir inn til að ná að gera það. En ég er alltaf klár í að spila eins mikið og ég get. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans.“ Eftir tapið er íslenska liðið nú í strembinni stöðu í riðlinum fyrir leik liðsins gegn Portúgal sem fram fer eftir þrjá daga. Alfreð segir að nú þurfi liðið bara að þjappa sig saman og hefna fyrir tapið þegar haldið verður til Slóvakíu. „Við verðum bara að fara til Slóvakíu og sækja sigur og taka stig á móti Portúgal. Þetta er ekkert flókið og við förum ekkert að vorkenna sjálfum okkur. Það er ekkert fyrirfram ákveðið hvað gerist í riðlinum, hann er enn opinn. Við erum núna aðeins í mínus eftir þetta tap, en við munum snúa okkur í hag.“ Þá segir hann að leikmenn geti verið svekktir í kvöld, en svo sé fullur fókus á Portúgalsleikinn á morgun. „Við getum alveg verið svekktir í dag og í kvöld, en svo er bara nýr dagur á morgun. Þá fer fullur fókus á Portúgal og það verður allt öðruvísi leikur á móti töluvert betra liði með betri einstaklinga. Það er enginn vafi á því, en við förum bara fulla ferð í þann leik og með kassann úti.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“ Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 17. júní 2023 21:45 „Að mínu viti rífur hann mig niður“ Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. 17. júní 2023 21:43 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Twitter eftir leik Íslands gegn Slóvakíu: „Framför þrátt fyrir tap“ Ísland mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu netverjar ýmislegt um leikinn að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og mátti skynja almenna jákvæðni þrátt fyrir tap. 17. júní 2023 20:44 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
„Sérstaklega miðað við fyrri hálfleik þar sem við erum að fá ótrúlega mikið af færum og það er mikill klaufaskapur hjá þeim. Við eigum bara að gera betur því við fáum fullt af góðum uppleggjum og færum og við eigum bara að klára þennan leik í fyrri hálfleik í rauninni.“ „Í seinni hálfleik missum við aðeins tökin. Þeir koma aðeins ofar á völlinn og við aðeins aftar og náum ekki að setja jafn mikla pressu. En við áttum aldrei að tapa þessum leik.“ Þá segir Alfreð að auðvitað hafi það haft áhrif á leikplanið að missa fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í meiðsli í upphitun. „Auðvitað. Við erum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan alla vikuna og æfa mikið og ákveðna hluti. Það eru að koma nýir menn inn með nýjar áherslur. En það á ekkert að hafa úrslitaáhrif. Það munar náttúrulega um alla, en mér fannst við eiga að klára þetta með það lið sem við höfðum.“ Alfreð bætir einnig við að tapið sé sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að markið sem skildi liðin að var hálfgert skrípamark. „Það er náttúrulega extra svekkjandi. Þeir eru ekki að búa sér til mikið af færum í seinni hálfleik og svo kemur svona mark. Þeir skapa sína eigin heppni og allt það en við áttum bara að vera klókari í fyrri hálfleik og aðeins betri og með meiri gæði í færunum sem við fengum.“ Alfreð var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik, en segir það ekki hafa verið ákveðið fyrirfram að hann myndi ekki spila meira í kvöld. „Þjálfarinn ræður því bara. Þetta var kannski ekkert óskaundirbúningur fyrir mig fyrir þennan leik, en maður gerði það besta úr því. Við náðum kannski ekki að pressa nógu vel á þá í seinni hálfleik og hann vildi kannski bara fá ferskar lappir inn til að ná að gera það. En ég er alltaf klár í að spila eins mikið og ég get. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans.“ Eftir tapið er íslenska liðið nú í strembinni stöðu í riðlinum fyrir leik liðsins gegn Portúgal sem fram fer eftir þrjá daga. Alfreð segir að nú þurfi liðið bara að þjappa sig saman og hefna fyrir tapið þegar haldið verður til Slóvakíu. „Við verðum bara að fara til Slóvakíu og sækja sigur og taka stig á móti Portúgal. Þetta er ekkert flókið og við förum ekkert að vorkenna sjálfum okkur. Það er ekkert fyrirfram ákveðið hvað gerist í riðlinum, hann er enn opinn. Við erum núna aðeins í mínus eftir þetta tap, en við munum snúa okkur í hag.“ Þá segir hann að leikmenn geti verið svekktir í kvöld, en svo sé fullur fókus á Portúgalsleikinn á morgun. „Við getum alveg verið svekktir í dag og í kvöld, en svo er bara nýr dagur á morgun. Þá fer fullur fókus á Portúgal og það verður allt öðruvísi leikur á móti töluvert betra liði með betri einstaklinga. Það er enginn vafi á því, en við förum bara fulla ferð í þann leik og með kassann úti.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“ Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 17. júní 2023 21:45 „Að mínu viti rífur hann mig niður“ Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. 17. júní 2023 21:43 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Twitter eftir leik Íslands gegn Slóvakíu: „Framför þrátt fyrir tap“ Ísland mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu netverjar ýmislegt um leikinn að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og mátti skynja almenna jákvæðni þrátt fyrir tap. 17. júní 2023 20:44 Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“ Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 17. júní 2023 21:45
„Að mínu viti rífur hann mig niður“ Alfons Sampsted, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld. 17. júní 2023 21:43
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00
Twitter eftir leik Íslands gegn Slóvakíu: „Framför þrátt fyrir tap“ Ísland mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu netverjar ýmislegt um leikinn að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og mátti skynja almenna jákvæðni þrátt fyrir tap. 17. júní 2023 20:44
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30