Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis skrifar 17. júní 2023 21:00 Guðlaugur Victor átti fínan leik á miðjunni í dag. Getty/Alex Grimm Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn afar vel og kröftuglega og var það gegn gangi leiksins þegar það lenti undir. Liðið hefði hæglega getað leitt 3-0 fyrir fyrsta mark Slóvaka. Alfreð Finnbogason jafnaði af vítapunktinum fyrir hlé en Íslandi gekk verr að skapa sér færi í síðari hálfleik. Skrípamark Slóvaka þar sem hreinsun Jóhanns Berg Guðmundssonar fór af andstæðingi og yfir Rúnar Alex í markinu tryggði Slóvökum svo 2-1 sigur. Að neðan má sjá mat íþróttadeildar Stöðvar 2 og Vísis á frammistöðu íslenska liðsins. Einkunnir Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 7 Á frábæra vörslu í fyrri hálfleiknum úr dauðafæri Slóvaka eftir fyrirgjöf. Mögulega smá út á fótavinnuna að setja í öðru marki Slóvaka. Góður í að spila út frá marki. Alfons Sampsted, hægri bakvörður: 6 Átti fínan leik heilt yfir en lætur fara illa með sig í aðdraganda annars marks Slóvaka. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður: 6 Átti í erfiðleikum með að spila út og margar sendingar fóru beint út af eða á mótherja. Þó þéttur varnarlega stærstan part. Misnotaði færi til að jafna í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 6 Geðveik sending á Albert í dauðafæri hans í fyrri hálfleik. Beygði sig hins vegar frá boltanum í fyrra marki Slóvaka. Hann og Sverrir ágætir stóran hluta leiks en geta betur. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður: 6 Ágætis leikur heilt yfir í hans fyrsta byrjunarliðsleik í keppnisleik. Var í tómu tjóni að koma boltanum frá marki í aðdraganda annars marks Slóvakíu. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður: 7 Flott frumraun hjá Willum í keppnisleik. Kraftur í honum á hægri kantinum og á stóran hlut í góðri byrjun Íslands sóknarlega í leiknum. Fiskaði vítið í marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður: 8 (Maður leiksins) Besti maður Íslands. Leiddi liðið af miðjunni og steig upp í hlutverk Arons Einars sem datt út úr liðinu skömmu fyrir leik. Stöðvaði margar sóknir Slóvaka. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Ágætur á miðjunni í spili en mögulega hægt að setja út á staðsetningu hans í fyrsta marki Slóvaka. Á svo furðulega hreinsun sem leiðir til annars marks gestanna. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 7 Átti góða spretti, þar á meðal í aðdraganda marksins þar sem hann átti skot að marki sem barst til Willums sem fiskaði spyrnuna. Lék sér að bakverði Slóvaka oftar en einu sinni fyrir hléið en dró af honum í síðari hálfleik. Leikæfingin lítil þar sem hann kláraði tímabilið snemma í Belgíu. Fer út af á 63. mínútu Albert Guðmundsson, framherji: 7 Kom frábærlega inn í liðið og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. Nánast allt fram á við hjá Íslandi fór í gegnum hann en að sama skapi á hann að gera betur í færunum í upphafi leiks. Hefði hæglega getað verið með þrennu eftir korter. Alfreð Finnbogason, framherji: 7 Skoraði mark Íslands. Linkaði vel upp spil og náði vel saman við Albert í framlínunni. Þeir hefðu getað nýtt góð tækifæri í upphafi leiks betur. Fer út af á 63. mínútu Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Mikael Egill Ellertsson - Kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 63. mínútu: 5 Gekk illa að setja mark sitt á leikinn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfons Sampsted á 81. mínútu Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira