„Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 13:59 Alfons Sampsted fagnar því að geta loksins talað smá íslensku vísir/Diego Bakvörðurinn Alfons Sampsted, leikmaður FC Twente og íslenska landsliðsins, var afar léttur í lundu í spjalli fyrir leikinn en sagði að leikmenn liðsins væru þó almennt mjög einbeittir og fyrirmælin frá Hareide væru skýr. Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hann sagði ekki mikið rætt um mikilvægi leiksins og að ná fram góðum úrslitum. Fókusinn væri á mikilvægi undirbúningsins, sem væri búinn að vera góður og allir væru einbeittir í sínum verkefnum. „Ekki beint um mikilvægi leiksins. Við erum búnir að tala um mikilvægi þess að undirbúa okkur fyrir leikinn. Ég finn fyrir því bæði á æfingum og inni á hóteli að það er einbeiting. Þegar við setjumst niður og erum með fundi eru allir að hlusta og þegar við erum að vinna í hlutum út á æfingasvæði.“ „Á meðan við erum að vinna eru menn einbeittir. En þess á milli þá er bara nokkuð létt yfir mönnum. Menn eru bara í stuði.“ FC Twente enduðu tímabilið í Hollandi á háu nótunum. Alfons sagði að það væri mjög gott að koma inn í þetta landsliðsverkefni beint úr þeirri stemmingu og það væri líka gott að geta talað íslensku við fólk á ný. „Það var mjög gaman. Það er náttúrulega alltaf gaman að hitta strákana og geta aðeins talað íslensku og koma inn í íslenska hugarfarið aftur. En eins þú segir, þá gekk mjög vel úti og við enduðum á mjög góðum nótum.“ „Við endum í 5. sæti deildinnar, förum í umspilið og klárum þessar tvær umferðir sem voru þar og erum með miðann í Sambandsdeildina á næsta ári. Það gefur bæði mér og stuðningsmönnum heilan helling. Styttir aðeins sumarfríið en það skiptir ekki máli. Það verður virkilega gaman að koma aftur.“ Líður orðið eins og heima hjá sér Alfons fékk takmarkaðan spilatíma undir lok tímabilsins en Hollendingurinn Joshua Brenet, sem keppir upp stöðu hægri bakvarðar við Alfons, fór á kostum. Hann skoraði tíu mörk á tímabilinu og lagði upp fjögur. Alfons hefur þó ekki látið samkeppnina draga úr sér og hefur nýtt tímann vel og sagði framhaldið vera spennandi. „Fyrir mig, virkilega spennandi. Ég er búinn að nýta síðustu 4-5 mánuði síðan ég kom vel til að læra tungumálið, læra inn á leikstílinn. Þetta er náttúrulega öðruvísi leikstíll en í Noregi. Fara að líða vel, líða eins og heima. Núna finnst mér eins og allt sé komið á sinn stað til að fara að standa sig.“ Alfons líst vel á nýja landsliðsþjálfarann, Åge Hareide. „Virkilega vel. Hann hefur ekki haft mikinn tíma en hugmyndirnar hans og leikstíllinn og það sem hann vill fá frá okkur er virkilega skýrt. Það er mjög létt að skilja hvað hann vill að við komum með inn í liðið. Mér líður þannig eftir þrjár æfingar að ég sé með virkilega góða hugmynd af því um hvað mitt hlutverk er og það er góður staður til að vera á fyrir þessa tvo leiki sem eru að koma.“ Viðtalið í heild má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Alfons um Slóvakana
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira