Verndum vatnið okkar Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa 16. júní 2023 10:31 Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun