FH með öruggan sigur í Eyjum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 19:34 Nýliðar FH eru sjóðandi heitar þessa dagana Vísir/Hulda Margrét FH sóttu góðan 1-3 sigur til Vestmannaeyja í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarins. Þær enduðu leikinn manni færri en það kom ekki að sök þar sem þær komust í 1-3 strax á 53. mínútu. Markaskorarinn Shaina Faiena Ashouri fékk svo að líta rauða spjaldið á þeirri 80. FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
FH, sem eru nýliðar í Bestudeild-kvenna, hafa verið á mikilli siglingu í upphafi móts og sitja í 4. sæti deildarinnar eftir átta umferðir. ÍBV hafa aftur á móti verið í brasi og eru í næst neðsta sæti, og fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með erfiðum leik fyrir heimakonur, þar á meðal þjálfari þeirra, Todor Hristov: -Hver er lykillinn að því að vinna FH í dag?-Hvað heldurðu?-Ég spyr þig.-Ég er að spyrja þig. Ég veit það ekki.Todor, þjálfari ÍBV slær á létta strengi fyrir leik. Menn verða jú að vera léttir.#Mjólkurbikarinn pic.twitter.com/gpTlq9vzLG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Margrét Brynja Kristinsdóttir kom gestunum yfir á 13. mínútu en Olga Sevcova jafnaði leikinn á 29. svo að ekki var öll nótt úti enn fyrir ÍBV. Jafnt á öllum tölum í hálfleik. Hér má sjá það helsta úr þessum prýðilega fjöruga fyrri hálfleik í fyrsta leik 8-liða úrslita @mjolkurbikarinn kvenna. Staðan er ÍBV 1 - FH 1. pic.twitter.com/Qu6lrAdmCt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Mackenzie Marie George kom gestunum svo yfir á 52. mínútu og strax á næstu mínútu gekk Shaina Faiena Ashouri endanlega frá leiknum. Mackenzie Marie George kemur FH yfir, 1-2 í upphafi seinni hálfleiks. Aftur lenda Eyjakonur undir. pic.twitter.com/KkY4RSJuFm— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Aðeins mínútu eftir annað mark FH kemur það þriðja og nú er það Shaina Faiena Ashouri. Staðan er ÍBV 1 - FH 3. pic.twitter.com/6Bc3gf32Og— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023 Ashouri fékk svo eins og áður sagði rautt spjald undir lok leiksins, en hún nældi sér í tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og verður því væntanlega í banni í 4-liða úrslitum. Shaina Ashouri fær tvö gul spjöld á einni mínútu og er farin út af með rautt. FH-ingar eru einum færri síðustu mínúturnar. pic.twitter.com/Kqch8qUTFb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 15, 2023
Mjólkurbikar kvenna ÍBV FH Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira