Hraunsfjörður komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2023 14:08 Bleikjur úr Hraunsfirði Hraunsfjörður er veiðisvæði sem margir bíða eftir að fari að gefa enda er sjóbleikjan þaðan alveg frábær matfiskur. Það er þess vegna gleðilegt að heyra að nokkrir veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá eru búnir að vera í fínni veiði í vatninu undanfarna daga þrátt fyrir misjafnar aðstæður. Þeir sem hafa verið duglegastir eru að fá allt að tíu bleikjur yfir daginn og í þessari kjörstærð fyrir bæði pönnuna og í reyk, 45-50 sm bleikjur, feitar og vel haldnar. Mönnum hefur sýnst vera töluvert af bleikju og veiðin hefur verið við báða bakka vatnsins sem er sérstakt á þessum tíma þegar hraunið gefur yfirleitt best. Bleikjan er eins og venjulega mikið að taka flugur með grænu í og þá oft nokkuð neðarlega í vatninu, þá eru menn að nota þyngdar flugur eða sökkenda. Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði
Það er þess vegna gleðilegt að heyra að nokkrir veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá eru búnir að vera í fínni veiði í vatninu undanfarna daga þrátt fyrir misjafnar aðstæður. Þeir sem hafa verið duglegastir eru að fá allt að tíu bleikjur yfir daginn og í þessari kjörstærð fyrir bæði pönnuna og í reyk, 45-50 sm bleikjur, feitar og vel haldnar. Mönnum hefur sýnst vera töluvert af bleikju og veiðin hefur verið við báða bakka vatnsins sem er sérstakt á þessum tíma þegar hraunið gefur yfirleitt best. Bleikjan er eins og venjulega mikið að taka flugur með grænu í og þá oft nokkuð neðarlega í vatninu, þá eru menn að nota þyngdar flugur eða sökkenda.
Stangveiði Mest lesið Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Hausthængarnir farnir að pirrast Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Fjórði þáttur Veiði