Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Fjallað verður ítarlega um nýja áætlun í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Dómsmálaráðherra mun kveðja ráðuneytið með söknuði en fastlega er reiknað með að hann láti af embætti á ríkisráðsfundi á mánudag. Við ræðum við Jón Gunnarsson um málið.

Þá hittum við fólk sem starfar í færanlegri félagsmiðstöð en þau stefna að því að ná til ungmenna í viðkvæmri í stöðu til að sporna gegn mögulegu ofbeldi í sumar.

Við verðum einnig í beinni frá Tjarnarbíó þar sem mikil óvissa ríkir um reksturinn, ræðum við fólk í ferðaþjónustunni á Suðurlandi sem gera ráð fyrir metári í fjölda ferðamanna og ræðum við yfirkokkinn á Moss veitingastaðnum sem hlaut hina eftirsóttu Michelin-stjörnu í gær.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×