Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2023 15:33 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Umhverfisráðuneytið áformar að vísað frá beiðni Hvals um undanþágu frá starfsleyfi. Ólíklegt er að hefðbundið starfsleyfi verði gefið út í tæka tíð fyrir hefðbundið upphaf hvalveiða, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Vertíðin gæti því verið í uppnámi. Getty/Arnaldur Halldórsson Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira