Hæfileikarnir drógu okkur saman Íris Hauksdóttir skrifar 12. júní 2023 17:29 Tónlistarfólkið Elín Hall og Reynir Snær eiga sér langa og skemmtilega sögu. Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar. Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09
Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp