Hamsik gæti spilað gegn Íslandi þrátt fyrir að skórnir séu farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 16:30 Marek Hamsik rann blóðið til skyldunnar og gæti spilað gegn Íslandi. Igor Soban/Pixsell/MB Media/Getty Images Slóvakíski knattspyrnumaðurinn Marek Hamsik lék það sem átti að vera hans seinasti leikur er Trabzonspor vann öruggan 5-1 sigur gegn Alanyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðastliðinn laugardag. Hann er þó óvænt í landsliðshópi Slóvakíu sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli 17. júní. Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna. 🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023 Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir. Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til. Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira