Doherty glímir við brjóstakrabbamein sem mun að öllum líkindum draga hana til dauða.
„Ótti minn er augljós. Ég er haldin mikilli innilokunarkennd og það var margt í gangi í lífinu. En óttinn... ringulreiðin... tímasetningin... Svona getur krabbamein litið út,“ segir hún í færslu á Instagram, þar sem hún deildi myndskeiði af sjálfri sér í geislameðferð.
Doherty greindist fyrst með krabbamein árið 2014 og gekkst í kjölfarið undir brjóstnám og lyfja- og geislameðferð. Hún tilkynnti árið 2017 að krabbameinið væri á undanhaldi en þremur árum seinna var hún greind með ólæknandi krabbamein.
Á þeim tíma sagði hún samtali við Good Morning America að greiningin væri eitthvað sem hún ætti erfitt með að sætta sig við.
„Ég upplifi algjörlega daga þar sem ég spyr: Af hverju ég? Og svo: Ja, af hverju ekki ég? Hver annar? Hver annar en ég á þetta skilið? Ekkert okkar.“
Leikkonan hefur verið dugleg við að deila upplifun sinni af ferlinu á samfélagsmiðlum og notað þá til að vekja athygli á krabbameinsskimunum.
Margir kollega Doherty hafa brugðist við nýjustu fregnunum og hvatt hana til dáða.