Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2023 15:49 Rostungurinn hefur lítið hreyft sig undanfarna klukkustund. Vísir/Vilhelm Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þóra Jónasdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að lögregla reyni að takmarka ferðir fólks að dýrinu. Þar sé öryggi fólks í fyrirrúmi. „Rostungar geta ferðast hratt ef þeim finnst þeim ógnað og geta ráðist að fóli. Notað höggtennur ef þeir telja sig þurfa að verja sig. Geta einnig borið smitsjúkdóma. Með tilliti til velferðar dýrsins er vont að stressa það í hvíld,“ segir Þóra. Lögregla ætli að skoða aðstæður og leiðbeina fólki um að vera ekki of nálægt dýrinu. Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar og dýralæknir hjá Matvælastofnun eru á leið á vettvang að meta ástand dýrsins. „Við ætlum að reyna að skoða núna þessar myndir af sárum og ætlum að fara þangað að meta aðstæður,“ segir Þóra. Það sé á ábyrgð sveitarfélagsins að bregðast við. Fylgjast má með streymi úr fjörunni á Stöð 2 Vísi, hér að neðan. Jón Sólmundsson fiskifræðingur lýsti því í samtali við Vísi í morgun þar sem hann hjólaði úr Norðurbænum í Hafnarfirði niður hjá Hrafnistu að Herjólfsgötu og sá hann syndandi í flæðarmálinu. „Síðan hjólaði ég og hann synti þarna við hliðina á mér alveg inn í höfnina að Fjörukránni. Hann kafaði öðru hverju ofan í sjóinn og svo kom hann upp í Hafnargarðinn.“ „Hann var líka forvitinn, það var svolítið af fólki sem stoppaði til að horfa á hann og hann virtist vera að spá í það líka,“ sagði Jón um forvitinn rostunginn. „Svo fór ég í vinnunni og hann synti út í fjörðinn aftur.“ Hvert vissi Jón eðlilega ekki en ekki löngu síðar var hann kominn upp í fjöru hjá nágrönnum Hafnfirðinga á Álftanesi. Ljósmyndari Vísis náði nokkrum myndum af Rollsa.Vísir/Vilhelm
Garðabær Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41 Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rostungur samferða manni á leið í vinnu Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð. 7. júní 2023 10:41
Farandrostungurinn Þór farinn frá Þórshöfn Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum. 9. apríl 2023 10:21