Fótbolti

Al Thani leggur fram fimmta og seinasta boðið í Man United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jassim Bin Hamad Al Thani hefur lagt fram sitt fimmta og seinasta tilboð í Manchester United.
Jassim Bin Hamad Al Thani hefur lagt fram sitt fimmta og seinasta tilboð í Manchester United. Marc Atkins/Getty Images

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani hefur lagt fram sitt fimmta og jafnframt seinasta tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

Eins og áður ætlar Al Thani að kaupa Manchester United í heild sinni og hreinsa félagið af skuldum sínum. Samkvæmt tölum sem birtust í mars fyrr á þessu ári standa skuldir félagsins í rétt tæplega 970 milljónum punda, sem samsvarar um 170 milljörðum íslenskra króna.

Al Thani gefur Glazer-fjölskyldunni, núverandi eigendum Manchester United, frest fram á föstudag til að ræða tilboðið. Eftir það muni tilboðið standa, en engar frekari viðræður muni fara fram eftir þann tíma.

Al Thani er eins og áður hefur verið greint frá hér á Vísi ekki sá eini sem hefur lagt fram tilboð í Manchester United. Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og fjárfestinasjóður hans, INEOS, hafa einnig lagt fram tilboð.

Þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá Glazer-fjölskyldunni eftir að tilboðsfresturinn rann út í lok apríl á þessu ári virðast talsmenn INEOS hafa góða trú á því að þeirra tilboð verði samþykkt.


Tengdar fréttir

Nýtt tilboð komið frá Katar

Sjeik Jassim Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchester United en fjórir aðilar berjast nú um að kaupa enska stórliðið af Glazer fjölskyldunni.

Al Thani leggur fram tilboð í Manchester United

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani, stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, QIB, hefur staðfest að hann muni leggja fram tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Unied.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×