Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 14:31 Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. Getty/Jan Christensen Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub. Danski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub.
Danski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira