Segja prímata hafa stundað sjálfsfróun í 40 milljón ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2023 08:26 Vísindamenn vita ekki með vissu hvaða þróunarfræðilega tilgangi sjálfsfróun hefur þjónað en hafa nokkrar tilgátur. Getty/Felix Kastle Þróunarfræðingar segja sjálfsfróun hafa verið iðkaða meðal prímata fyrir allt að 40 milljón árum síðan. Þeir hafa kortlagt hegðunina meðal núlifandi prímata en segja enn óljóst hvaða þróunarfræðilega tilgangi hún hefur þjónað. „Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar. Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
„Það sem við getum sagt er að þessi hegðun var til staðar fyrir um 40 milljón árum, hjá sameiginlegum forföður allra apakatta og apa,“ segir Matilda Brindle, sem fór fyrir rannsókn á uppruna sjálfsfróunar við University College London. „Það er ekki eins og ein tegundin hafi vaknað einn daginn og farið að gera þetta. Þetta er fornt, þróaður eiginleiki.“ Vísindamennirnir segja að við fyrstu sýn virðist sjálfsfróun truflandi og jafnvel skaðlegt athæfi. Lítið hefur verið fjallað um sjálfsfróun meðal kvendýra en ýmislegt bendir til þess að hegðunin kunni að auka líkur karldýrsins á að eignast afkvæmi. Sérfræðingarnir segja til að mynda mögulegt að lágtsett karldýr kunni að stunda sjálfsfróun fyrir mökun til að auka líkurnar á því að koma inn í kvendýrinu, áður en sterkara karldýr skarast í leikinn. Þá kann sjálfsfróun að hjálpa karldýrinu við að hreinsa gamalt sæði úr sáðrásinni og hleypa nýrra sæði að fyrir næstu mökun. Vísindamennirnir komust líka að því að tíðni sjálfsfróunar jókst í takt við aukna tíðni kynsjúkdóma í samfélögum, sem gæti þýtt að sjálfsfróunin hjálpi til við „hreinsun“ og dragi úr líkunum á sýkingu. Hvað kvendýrin varðar er mögulegt að sjálfsfróun fyrir mökun veiti kvendýrinu möguleika á að velja með hvaða karldýri þær eignast afkvæmi með því að lækka sýrustigið í leggöngunum og undirbúa þau þannig fyrir sáðfrumur hins útvalda. „Þetta er svo algeng hegðun í dýraríkinu að mér finnst það alveg stórfurðulegt að enginn hafi rannsakað þetta áður,“ segir Brindle í samtali við Guardian. Sjálfsfróun sé langt í frá óeðlileg, heldur partur af heilbrigðri flóru kynhegðunar.
Kynlíf Vísindi Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira