Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 20:37 Helga Áss var heldur heitt í hamsi á fundi borgarstjórnar í kvöld. Skjáskot Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira