Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Selfoss 2-0 | Heimaliðið upp úr fallsæti en gestirnir í vondum málum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2023 22:00 FH hafði góðar ástæður til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. Selfoss byrjar áfram illa Selfyssingar hafa oft á tímabilinu byrjað leiki sína illa og engin breyting varð á því í dag. FH voru frá fyrstu mínútu betra liðið inni á vellinum, komu grimmar til leiks og spiluðu flottan fótbolta. Þær þjörmuðu að marki Selfyssinga allan fyrri hálfleikinn og gáfu varnarmönnum liðsins ekkert andrými. Þær uppskáru svo verðskuldað mark á 25. mínútu þegar Shaina Ashouri gaf háan bolta úr hornspyrnu inn á markteiginn, hvar Valgerður Ósk reis hæst allra og kom boltanum í netið. Valgerður Ósk skallar að marki ... Vísir/Hulda Margrét ... og Valgerður Ósk fagnar marki.Vísir/Hulda Margrét FH stelpur héldu áfram að ógna marki Selfyssinga allan fyrri hálfleikinn. Varnarlína Selfoss stóð vaktina vel og tókst margoft að bægja FH frá marki, en þegar komið var framar á völlinn tókst liðinu illa að tengja saman sendingar og skapa sér marktækifæri. Vonarglæta í seinni hálfleik Það kviknaði örlítið líf í Selfyssingum þegar þær komu út úr búningsherbergjum sínum. Liðið færði sig hærra á völlinn, hélt boltanum betur og hefði hæglega getað jafnað leikinn. En FH stóð árásirnar vel af sér, þær vörðust vel og héldu áfram sömu ákefð í sóknarleik sínum. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari FH-iðsins gerði svo þrefalda breytingu á 58. mínútu til að fá ferskar lappir inn. Sú skipting skilaði sér heldur betur þegar varamaðurinn Sara Montoro skoraði annað mark leiksins á 81. mínútu leiksins. Þar varð sagan öll, Selfoss virtist gjörsigrað á lokamínútum leiksins og FH sigldi sigrinum örugglega heim. Af hverju vann FH? Það sást strax hvort liðið hefði meira sjálfstraust fyrir þennan leik. FH stelpurnar sýndu ótrúlegan kraft frá fyrstu mínútu, voru grimmar í öllum návígum en spiluðu sömuleiðis góðan fótbolta og sköpuðu sér mikið af færum. Fagnaðarlæti.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? FH leitaði mikið upp hægri kantinn og flest hættuleg færi leiksins komu þaðan. Colleen Kennedy, hægri bakvörður liðsins, var besti leikmaður vallarins í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfyssinga er ekki stærsta vandamálið. En þegar komið var fram á völlinn var liðið algjörlega ráðalaust. Þær virkuðu óþolinmóðar í sóknarleik sínum, leituðu alltaf að lokasendingunni strax í stað þess að halda boltanum aðeins og bíða eftir rétta tækifærinu. Hvað gerist næst? Selfoss gerir sér ferð til Akureyrar næsta sunnudag og mæta Þór/KA klukkan 16:00. FH-ingar heimsækja Stjörnuna degi síðar, mánudaginn 12. júní kl. 19:15. Þetta var geggjaður liðssigur Valgerður Ósk í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Valgerður Ósk Valsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Hún var að vonum ánægð með stigin þrjú og segir leikskipulag þjálfara sinna hafa verið gott fyrir þennan leik. „[Mér líður] bara æðislega, þetta var geggjaður liðssigur, fylgdum því sem þjálfararnir segja okkur að gera og uppskerum þrjú stig á heimavelli.“ Selfoss hefur ekki enn haldið marki sínu hreinu, þær reyndu fyrir sér þriggja hafsenta vörn í dag til að bæta úr því. „Við erum með sterka framherja, að mæta tvær á þrjá varnarmenn hentar okkur bara mjög vel. Við keyrðum á þær og áttum mörg góð tækifæri.“ Stigasöfnun FH hefur komið flestum á óvart, flestir spáðu liðinu falli rétt fyrir tímabil, en þær misstu aldrei sjálfar trúna. „Við vissum alveg hvað við gætum gert, þó það hafi verið smá bras þarna nokkrum vikum fyrir fyrsta leik, vantaði nokkra lykilmenn í liðið okkar. Um leið og þær komu þá small þetta allt saman og við erum bara nákvæmlega á þeim stað sem við ætluðum okkur.“ Hópurinn minn, hann er pínu brotinn og ég skil það vel Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var niðurlútur í leikslok. Hann segist óánægður með hvernig liðið byrjar leikina sína. „Við erum alls ekki góðar í fyrri hálfleik, það er sama sagan og í síðasta leik.“ Fyrsta mark FH kom á 25. mínútu þegar Valgerður Valsdóttir skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. „Fáum mark á okkar úr föstu leikatriði, sem er eitthvað sem við eigum ekki að venjast frá síðasta ári en við erum ekki að ná að fylla svæðin okkar almennilega í föstum leikatriðum.“ Það urðu töluverð umskipti á spilamennsku liðsins eftir hálfleik, en það dugði ekki til í dag. „Mér fannst við koma miklu betur út í seinni hálfleik, við eigum skot í stöng og eigum dauðafæri rétt áður en við fáum annað markið á okkur. Auðvitað er ég bara pirraður og svekktur að tapa þessum leik 2-0, mér fannst við eiga meira skilið eftir þennan seinni hálfleik“ Selfoss situr sem fastast á botni deildarinnar með 4 stig og liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við þurfum bara að reyna að vaxa með þessu öllu saman, það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að þroskast aðeins í því sem við erum að gera og mæta til leiks í fyrri hálfleik á sama hátt og við höfum verið að mæta í seinni hálfleikina.“ Undir lok viðtals virtist Björn nokkuð áhyggjufullur fyrir komandi átökum, en hann vonast til að snúa gengi liðsins við. „Hópurinn minn, hann er pínu brotinn og ég skil það vel, þetta er búið að vera erfiður vetur og erfið byrjun á þessu móti fyrir okkur. Við erum að reyna að þjappa okkur saman og ætlum að reyna að vinna okkur út úr þessu.“ Besta deild kvenna FH UMF Selfoss
FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro. Selfoss byrjar áfram illa Selfyssingar hafa oft á tímabilinu byrjað leiki sína illa og engin breyting varð á því í dag. FH voru frá fyrstu mínútu betra liðið inni á vellinum, komu grimmar til leiks og spiluðu flottan fótbolta. Þær þjörmuðu að marki Selfyssinga allan fyrri hálfleikinn og gáfu varnarmönnum liðsins ekkert andrými. Þær uppskáru svo verðskuldað mark á 25. mínútu þegar Shaina Ashouri gaf háan bolta úr hornspyrnu inn á markteiginn, hvar Valgerður Ósk reis hæst allra og kom boltanum í netið. Valgerður Ósk skallar að marki ... Vísir/Hulda Margrét ... og Valgerður Ósk fagnar marki.Vísir/Hulda Margrét FH stelpur héldu áfram að ógna marki Selfyssinga allan fyrri hálfleikinn. Varnarlína Selfoss stóð vaktina vel og tókst margoft að bægja FH frá marki, en þegar komið var framar á völlinn tókst liðinu illa að tengja saman sendingar og skapa sér marktækifæri. Vonarglæta í seinni hálfleik Það kviknaði örlítið líf í Selfyssingum þegar þær komu út úr búningsherbergjum sínum. Liðið færði sig hærra á völlinn, hélt boltanum betur og hefði hæglega getað jafnað leikinn. En FH stóð árásirnar vel af sér, þær vörðust vel og héldu áfram sömu ákefð í sóknarleik sínum. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þjálfari FH-iðsins gerði svo þrefalda breytingu á 58. mínútu til að fá ferskar lappir inn. Sú skipting skilaði sér heldur betur þegar varamaðurinn Sara Montoro skoraði annað mark leiksins á 81. mínútu leiksins. Þar varð sagan öll, Selfoss virtist gjörsigrað á lokamínútum leiksins og FH sigldi sigrinum örugglega heim. Af hverju vann FH? Það sást strax hvort liðið hefði meira sjálfstraust fyrir þennan leik. FH stelpurnar sýndu ótrúlegan kraft frá fyrstu mínútu, voru grimmar í öllum návígum en spiluðu sömuleiðis góðan fótbolta og sköpuðu sér mikið af færum. Fagnaðarlæti.Vísir/Hulda Margrét Hverjar stóðu upp úr? FH leitaði mikið upp hægri kantinn og flest hættuleg færi leiksins komu þaðan. Colleen Kennedy, hægri bakvörður liðsins, var besti leikmaður vallarins í kvöld. Hvað gekk illa? Varnarleikur Selfyssinga er ekki stærsta vandamálið. En þegar komið var fram á völlinn var liðið algjörlega ráðalaust. Þær virkuðu óþolinmóðar í sóknarleik sínum, leituðu alltaf að lokasendingunni strax í stað þess að halda boltanum aðeins og bíða eftir rétta tækifærinu. Hvað gerist næst? Selfoss gerir sér ferð til Akureyrar næsta sunnudag og mæta Þór/KA klukkan 16:00. FH-ingar heimsækja Stjörnuna degi síðar, mánudaginn 12. júní kl. 19:15. Þetta var geggjaður liðssigur Valgerður Ósk í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Valgerður Ósk Valsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Hún var að vonum ánægð með stigin þrjú og segir leikskipulag þjálfara sinna hafa verið gott fyrir þennan leik. „[Mér líður] bara æðislega, þetta var geggjaður liðssigur, fylgdum því sem þjálfararnir segja okkur að gera og uppskerum þrjú stig á heimavelli.“ Selfoss hefur ekki enn haldið marki sínu hreinu, þær reyndu fyrir sér þriggja hafsenta vörn í dag til að bæta úr því. „Við erum með sterka framherja, að mæta tvær á þrjá varnarmenn hentar okkur bara mjög vel. Við keyrðum á þær og áttum mörg góð tækifæri.“ Stigasöfnun FH hefur komið flestum á óvart, flestir spáðu liðinu falli rétt fyrir tímabil, en þær misstu aldrei sjálfar trúna. „Við vissum alveg hvað við gætum gert, þó það hafi verið smá bras þarna nokkrum vikum fyrir fyrsta leik, vantaði nokkra lykilmenn í liðið okkar. Um leið og þær komu þá small þetta allt saman og við erum bara nákvæmlega á þeim stað sem við ætluðum okkur.“ Hópurinn minn, hann er pínu brotinn og ég skil það vel Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var niðurlútur í leikslok. Hann segist óánægður með hvernig liðið byrjar leikina sína. „Við erum alls ekki góðar í fyrri hálfleik, það er sama sagan og í síðasta leik.“ Fyrsta mark FH kom á 25. mínútu þegar Valgerður Valsdóttir skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. „Fáum mark á okkar úr föstu leikatriði, sem er eitthvað sem við eigum ekki að venjast frá síðasta ári en við erum ekki að ná að fylla svæðin okkar almennilega í föstum leikatriðum.“ Það urðu töluverð umskipti á spilamennsku liðsins eftir hálfleik, en það dugði ekki til í dag. „Mér fannst við koma miklu betur út í seinni hálfleik, við eigum skot í stöng og eigum dauðafæri rétt áður en við fáum annað markið á okkur. Auðvitað er ég bara pirraður og svekktur að tapa þessum leik 2-0, mér fannst við eiga meira skilið eftir þennan seinni hálfleik“ Selfoss situr sem fastast á botni deildarinnar með 4 stig og liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við þurfum bara að reyna að vaxa með þessu öllu saman, það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að þroskast aðeins í því sem við erum að gera og mæta til leiks í fyrri hálfleik á sama hátt og við höfum verið að mæta í seinni hálfleikina.“ Undir lok viðtals virtist Björn nokkuð áhyggjufullur fyrir komandi átökum, en hann vonast til að snúa gengi liðsins við. „Hópurinn minn, hann er pínu brotinn og ég skil það vel, þetta er búið að vera erfiður vetur og erfið byrjun á þessu móti fyrir okkur. Við erum að reyna að þjappa okkur saman og ætlum að reyna að vinna okkur út úr þessu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti