Goðsögnin rekin frá Milan Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:01 Paolo Maldini er sannkölluð goðsögn í sögu AC Milan en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Getty/Simone Arveda Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær. Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31