Goðsögnin rekin frá Milan Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:01 Paolo Maldini er sannkölluð goðsögn í sögu AC Milan en hefur nú verið rekinn frá félaginu. Getty/Simone Arveda Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær. Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Milan staðfesti viðskilnaðinn við Maldini með yfirlýsingu nú síðdegis. Hann var ráðinn inn sem stjórnandi hjá félaginu árið 2018 og í yfirlýsingunni er honum þakkað fyrir hans störf, og þátt í að koma Milan aftur í Meistaradeild Evrópu og vinna ítalska meistaratitilinn í fyrra. Samkvæmt fréttamanninum áreiðanlega Fabrizio Romano var Frederic Massara, hægri hönd Maldinis frá árinu 2019, einnig rekinn. Football Italia segir að niðurstöðuna megi rekja til fundar í gærmorgun þar sem eigandinn Cardinale ræddi við Maldini um áætlanir félagsins fyrir næsta tímabil. Fór fundurinn svo illa að sambandi þeirra var ekki viðbjargandi. Ítalskir miðlar hafa sagt brottrekstur Maldinis áfall fyrir leikmenn félagsins. Ein helsta stjarna liðsins, Portúgalinn Rafael Leao sem væntanlegur er til Íslands síðar í þessum mánuði, gaf alla vega í skyn að hann botnaði lítið í hlutunum, með færslu á Twitter. Stutt er síðan að hann samdi við Maldini og Massara um framlengingu á samningi sínum við Milan. — Rafael Leão (@RafaeLeao7) June 5, 2023 Í frétt Football Italia segir að stuðningsmenn AC Milan muni ekki taka tíðindunum vel, sérstaklega ef það kemur í ljós að Maldini hafi verið látinn fara vegna þess að hann hafi krafist frekari fjárfestinga í leikmönnum. Sportitalia segir að deilurnar hafi ekki bara snúist um stærri launareikning heldur einnig um framtíð þjálfarans Stefano Pioli, sem Maldini hafi ekki sýnt stuðning. Maldini, sem er 54 ára gamall, lék allan sinn feril með AC Milan eða alls 647 deildarleiki, þar til að hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann varð sjö sinnum ítalskur meistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Milan endaði í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í ár og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Segja að Maldini hafa verið rekinn frá Milan Paolo Maldini ku hafa verið rekinn frá AC Milan eftir hitafund með eiganda félagsins, Gerry Cardinale. 6. júní 2023 07:31