Þarf að hefna sín á Ronaldo Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 11:48 Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að hefna sín á portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo. Samsett/Hulda Margrét/Getty „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Åge Hareide, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag þegar hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að mæta portúgölsku stórstjörnunni á Laugardalsvelli síðar í mánuðinum. Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu mæta á Laugardalsvöllinn þann 20. júní næstkomandi þegar Ísland og Portúgal mætast í undankeppni EM 2024. Hareide sat fyrir svörum í dag eftir að fyrsti landsliðshópurinn undir hans stjórn var kynntur og undir lok blaðamannafundarins var hann spurður út í það hvort hann væri spenntur að taka á móti Ronaldo. Mikilvægt að tala ekki um Ronaldo „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Hareide léttur. „Ég man þegar ég var að þjálfa Malmö þá spiluðum við á móti honum á heimavelli í Meistaradeildinni. Hann átti ekki skot að marki fyrr en á 44. mínútu og þá skoraði hann.“ „Hann hreyfði sig ekki. Hann stóð bara þarna, boltinn datt fyrir hann og hann skoraði. Það vita allir að hann skorar mörk, en það mikilvægasta sem þú getur gert þegar þú ert að fara að spila gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo. Við þurfum að einbeita okkur að okkar liði og leggja hart að okkur.“ Þá sagðist landsliðsþjálfarinn vonast eftir alvöru íslensku veðri þegar Ronaldo mætir á völlinn. „Vonandi verður norðvestan stormur. Vestanátt og haglél. Það myndi henta okkur best því ég held að hann myndi ekki kunna vel við sig í þannig veðurfari. Hann er vanari veðrinu í Sádi-Arabíu þannig að vonandi verður vont veður,“ sagði Hareide léttur að lokum Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31 Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu mæta á Laugardalsvöllinn þann 20. júní næstkomandi þegar Ísland og Portúgal mætast í undankeppni EM 2024. Hareide sat fyrir svörum í dag eftir að fyrsti landsliðshópurinn undir hans stjórn var kynntur og undir lok blaðamannafundarins var hann spurður út í það hvort hann væri spenntur að taka á móti Ronaldo. Mikilvægt að tala ekki um Ronaldo „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo,“ sagði Hareide léttur. „Ég man þegar ég var að þjálfa Malmö þá spiluðum við á móti honum á heimavelli í Meistaradeildinni. Hann átti ekki skot að marki fyrr en á 44. mínútu og þá skoraði hann.“ „Hann hreyfði sig ekki. Hann stóð bara þarna, boltinn datt fyrir hann og hann skoraði. Það vita allir að hann skorar mörk, en það mikilvægasta sem þú getur gert þegar þú ert að fara að spila gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo. Við þurfum að einbeita okkur að okkar liði og leggja hart að okkur.“ Þá sagðist landsliðsþjálfarinn vonast eftir alvöru íslensku veðri þegar Ronaldo mætir á völlinn. „Vonandi verður norðvestan stormur. Vestanátt og haglél. Það myndi henta okkur best því ég held að hann myndi ekki kunna vel við sig í þannig veðurfari. Hann er vanari veðrinu í Sádi-Arabíu þannig að vonandi verður vont veður,“ sagði Hareide léttur að lokum
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir „Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31 Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. 6. júní 2023 11:31
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12
Albert og Kristian í fyrsta landsliðshópi Hareides Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, snýr aftur í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024. 6. júní 2023 10:50