Fyrsti laxinn í gegnum teljarann Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2023 08:30 Elliðaár - Laxateljari Teljarinn var settur niður í gær í Elliðaánum en fyrstu laxarnir hafa einmitt verið að sýna sig í ánni svo það mátti ekki seinna vera. Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði
Það var svo í nótt að fyrsti laxinn fór í gegn en það var 77 sm hrygna. Unnendur Elliðaánna sem gengu meðfram ánni í gær sáu laxa í Efri Móhyl, Teljarastreng og í Sjávarfossi svo það er ekkert ólíklegt að þessi hrygna hafi verið einn af þeim löxum. Fyrstu laxarnir eru ansi fljótir upp ána og gætu verið komnir upp á efri svæðin frá Símastreng og upp í Höfuðhyl þegar veiði hefst. Það er stórstreymt núna svo það má alveg eiga von á því að þessi tala í teljaranum skríði eitthvað upp í dag og nótt og svo auðvitað á hún eftir að hækka hratt næstu 2-3 vikurnar. Það er hægt að skoða myndband af hrygnunni HÉR en þetta er heimasíða Riverwatcher sem er rekstraraðili og framleiðandi laxateljarans í Elliðaánum og víðar.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði