Foreldrar lýsa erfiðu ástandi og ringulreið vegna umfangsmikilla verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB. Ótímabundið verkfall er hafið og við ræðum við foreldra tvíbura sem eru á sömu leikskóladeild en fá ekki að mæta á sama tíma vegna verkfallsins. Þá kemur varaformaður BSRB til okkar í settið og fer yfir stöðu viðræðna.
Við heyrum einnig í ellilífeyrisþega sem ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum og heyrum í sauðfjárbónda sem lýsir starfinu sem því besta í heimi.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.