„Sagði upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 09:00 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera frábæra hluti í Danmörku og Noregi undanfarna daga. Hann fer svo brátt í æfingabúðir á Tenerife þar sem hann æfði einnig í vor. FRÍ/Marta Siljudóttir „Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem hætti í vinnunni og hefur síðan þá náð hverjum áfanganum á fætur öðrum á hlaupabrautinni. Kolbeinn Höður hefur lengi verið í fremstu röð frjálsíþróttafólks á Íslandi en þessi 27 ára gamli spretthlaupari hefur aldrei verið betri en einmitt núna. Í vetur bætti hann þrjátíu ára gamalt met í 60 metra hlaupi innanhúss og stórbætti eigið met í 200 metra hlaupi innanhúss. Í Danmörku um þarsíðustu helgi sló hann svo metið sitt í 200 metra hlaupi utanhúss, og hljóp langt undir metinu í 100 metra hlaupi en í aðeins of miklum meðvindi. Hann jafnaði svo metið í 100 metra hlaupi í Noregi á laugardaginn, þegar hann hljóp á 10,51 sekúndum. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ég er búinn að ná að halda mér nokkuð meiðslalausum í ágætan tíma. Svo tók ég þá ákvörðun í fyrra að fara „all in“, og einbeita mér alveg að sportinu,“ segir Kolbeinn, aðspurður hvað geri það að verkum að hann sé í þeim metaham sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Hann segir það mikinn mun að þurfa ekki að sinna vinnu og námi samhliða æfingum. Allt of mikið álag með vinnu „Maður hefur alltaf verið að vinna 100 prósent vinnu með þessu og því fylgir allt of mikið álag. Fyrir ári síðan sagði ég upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns. Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra. Þetta er aðalástæðan fyrir því hvernig mér hefur gengið – að maður gat einbeitt sér að þessu en ekki einhverju öðru,“ segir FH-ingurinn og bætir við: „Maður er náttúrulega þreyttur eftir langan vinnudag og nær þá ekki þeim gæðum sem að maður þarf, aftur og aftur. Maður verður að geta einbeitt sér alfarið að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Kúrfan færst framar og ÓL í París nær Kolbeinn gælir við þá tilhugsun að komast á heimsmeistaramótið í Búdapest í ágúst, og markmið hans er að keppa á Ólympíuleikunum í París 2024. Síðustu mánuðir hafa ekkert annað gert en að efla trúna á að það takist. „Ég get nú ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég var ekki endilega að búast við þessum árangri í ár. Þetta gerist svolítið fljótt. Ég var búinn að búast við að þessi árangur myndi kannski koma á næsta ári. Maður er á undan kúrfunni sem maður bjóst við, og það er bara skemmtilegt og þýðir að vonandi geti maður hlaupið hraðar á næsta ári,“ segir Kolbeinn. Hann þarf annað hvort að ná mjög erfiðum lágmörkum eða vera nógu ofarlega á heimslista, til að komast á allra stærstu mótin. Ólympíulágmarkið í 100 metra hlaupi karla er 10 sekúndur sléttar, og í 200 metra hlaupi er það 20,16 sekúndur. Lágmörkin eru svona ströng til þess að heimslistarnir hafi mikið vægi. „Það er aldrei að vita nema að maður detti inn á HM í ágúst, þó ég sé ekkert að búast við því, en það yrði skemmtileg viðbót við þetta góða ár. Þessi árangur undanfarið er auðvitað mjög jákvæður upp á það að gera [að komast á Ólympíuleikana]. Þetta eru rosalega erfið lágmörk, og okkur Íslendingum er gert erfitt fyrir með því að þurfa að sækja sterk mót erlendis til að safna stigum. En ég hef komist á mót eins og þessi sem ég hef verið á hér í Danmörku og Noregi, og skorað nokkuð hátt með því að ná góðum sætum og hlaupa á góðum tíma. Þetta gefur rosalega góð fyrirheit og vonandi get ég haldið svona áfram, og bætt ennþá við á næsta ári. Þá held ég að þetta sé alveg möguleiki [að komast á Ólympíuleikana].“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Kolbeinn Höður hefur lengi verið í fremstu röð frjálsíþróttafólks á Íslandi en þessi 27 ára gamli spretthlaupari hefur aldrei verið betri en einmitt núna. Í vetur bætti hann þrjátíu ára gamalt met í 60 metra hlaupi innanhúss og stórbætti eigið met í 200 metra hlaupi innanhúss. Í Danmörku um þarsíðustu helgi sló hann svo metið sitt í 200 metra hlaupi utanhúss, og hljóp langt undir metinu í 100 metra hlaupi en í aðeins of miklum meðvindi. Hann jafnaði svo metið í 100 metra hlaupi í Noregi á laugardaginn, þegar hann hljóp á 10,51 sekúndum. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ég er búinn að ná að halda mér nokkuð meiðslalausum í ágætan tíma. Svo tók ég þá ákvörðun í fyrra að fara „all in“, og einbeita mér alveg að sportinu,“ segir Kolbeinn, aðspurður hvað geri það að verkum að hann sé í þeim metaham sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Hann segir það mikinn mun að þurfa ekki að sinna vinnu og námi samhliða æfingum. Allt of mikið álag með vinnu „Maður hefur alltaf verið að vinna 100 prósent vinnu með þessu og því fylgir allt of mikið álag. Fyrir ári síðan sagði ég upp vinnunni og ákvað að gefa þessu séns. Maður var búinn að safna sér í smásjóð og vildi sjá hvort að maður kæmist ekki eitthvað lengra. Þetta er aðalástæðan fyrir því hvernig mér hefur gengið – að maður gat einbeitt sér að þessu en ekki einhverju öðru,“ segir FH-ingurinn og bætir við: „Maður er náttúrulega þreyttur eftir langan vinnudag og nær þá ekki þeim gæðum sem að maður þarf, aftur og aftur. Maður verður að geta einbeitt sér alfarið að þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Kúrfan færst framar og ÓL í París nær Kolbeinn gælir við þá tilhugsun að komast á heimsmeistaramótið í Búdapest í ágúst, og markmið hans er að keppa á Ólympíuleikunum í París 2024. Síðustu mánuðir hafa ekkert annað gert en að efla trúna á að það takist. „Ég get nú ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég var ekki endilega að búast við þessum árangri í ár. Þetta gerist svolítið fljótt. Ég var búinn að búast við að þessi árangur myndi kannski koma á næsta ári. Maður er á undan kúrfunni sem maður bjóst við, og það er bara skemmtilegt og þýðir að vonandi geti maður hlaupið hraðar á næsta ári,“ segir Kolbeinn. Hann þarf annað hvort að ná mjög erfiðum lágmörkum eða vera nógu ofarlega á heimslista, til að komast á allra stærstu mótin. Ólympíulágmarkið í 100 metra hlaupi karla er 10 sekúndur sléttar, og í 200 metra hlaupi er það 20,16 sekúndur. Lágmörkin eru svona ströng til þess að heimslistarnir hafi mikið vægi. „Það er aldrei að vita nema að maður detti inn á HM í ágúst, þó ég sé ekkert að búast við því, en það yrði skemmtileg viðbót við þetta góða ár. Þessi árangur undanfarið er auðvitað mjög jákvæður upp á það að gera [að komast á Ólympíuleikana]. Þetta eru rosalega erfið lágmörk, og okkur Íslendingum er gert erfitt fyrir með því að þurfa að sækja sterk mót erlendis til að safna stigum. En ég hef komist á mót eins og þessi sem ég hef verið á hér í Danmörku og Noregi, og skorað nokkuð hátt með því að ná góðum sætum og hlaupa á góðum tíma. Þetta gefur rosalega góð fyrirheit og vonandi get ég haldið svona áfram, og bætt ennþá við á næsta ári. Þá held ég að þetta sé alveg möguleiki [að komast á Ólympíuleikana].“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti