Vítamark á lokamínútunni færði Roma Evrópudeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:12 Paulo Dybala tryggði Roma Evrópudeildarsæti. Vísir/Getty Paulo Dybala tryggði Roma sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð þegar hann skoraði úr víti á lokamínútunni gegn Spezia. Verona og Spezia þurfa að leika úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í Serie A. Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira