Lilja undirbýr breytingar á auglýsinga-málum Ríkisútvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:45 Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir umhverfi fjölmiðla hafa gjörbreyst á undanförnum áratug. Hún vonar að frumvarp hennar um fjölmiðla komi fram á næsta haustþingi. Stöð 2/Arnar Menningarmálaráðherra er að undirbúa starfshóp til að útfæra breytingar á auglýsingamálum Ríkisútvarpsins með það að markmiði að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Þá leggi hún vonandi fram frumvarp í haust um heildarstefnumótun fyrir íslenska fjölmiðla. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar telur æskilegt að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður en auglýsendur geti pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins, þar sem fyrir liggi verðskrá sem ekki verði veittur afsláttur af. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hún leggi áherslu á fölbreytni í flóru fölmiðla með öflugu almannaútvarpi og einkareknum fölmiðlum.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa verið í umræðunni í talsverðan tíma. „Og ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji að hægt sé að breyta aðferðarfræði auglýsingadeildarinnar. Þetta hef ég rætt við útvarpsstjóra fyrir talsverðum tíma,“ segir Lilja. Verið væri að ganga frá skipan starfshóps undir formennsku Karls Garðarssonar fyrrverandi fjölmiðlamanns og þingmanns Framsóknarflokksins sem fara eigi yfir útfærslu þessara mála. En Lilja hefur líka boðað frumvarp um heildarstefnumótun um fjölmiðla og segir undirbúning þess ganga vel. Lilja Alfreðsdóttir hefur skipað Karl Garðarsson fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins og fjölmiðlamann til að leið starfshóp um breytingar á auglýhsingamálum Ríkisútvarpsins.Vísir „Það eru ýmsar nýjar tillögur sem koma fram til að styðja við umhverfi fjölmiðla. Ég tel að það lýðræðislega hlutverk sem fjölmiðlar gegna, ekki bara hér á landi heldur alls staðar, sé afar mikilvægt,“ segir ráðherra. Upplýst umræða og aðhald þeirra væri nauðsynleg í lýðræðislegri umræðu. Frumvarpið komi vonandi fram á haustþingi. Hún segir einnig nauðsynlegt að fjölmiðlar styrktu áskriftartekjur sínar. Þá væri líka unnið að skattalegum breytingum vegna samkeppni viðerlendar efnisveitur. „Umhverfi fjölmiðla hefur gjörbreyst bara á tíu árum. Vegna þess að auglýsingatekjurnar hafa í auknum mæli verið að renna til erlendra efnisveita. Þess vegna er rekstrarumhverfið erfitt. Vinna sem við erum núna að leggja af stað í með fjármála- og efnahagsráðuneytinu miðar að því að ná betur utan um þetta,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31 Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. 1. júní 2023 17:05
Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26. maí 2023 14:31
Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. 3. maí 2023 07:49