Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 08:34 Heiða segir erfitt fyrir sveitarfélögin að vera í deilum við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. Bítið Kjaramál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.
Bítið Kjaramál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent