Áfram í Sádi Arabíu og segir deildina efni í eina þá bestu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 23:31 Ronaldo er ánægður hjá Al-Nassr. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur gefið út að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr á næsta tímabili og segir að deildin í Sádi Arabíu gæti orðið ein af fimm bestu deildum í heimi. Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira